Reply To: Ísklifuraðstæður 2018-2019

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2018-2019 Reply To: Ísklifuraðstæður 2018-2019

#67035
Siggi Richter
Participant

Ég, Egill Örn og Atli Már tókum smá aðstæðurúnt í dag inn í Hvalfjörð, þar sem við enduðum að vanda í Múlanum. Ef einhverjir viljla komast í helgarklifur núna, þá er ísinn er allur að koma til, en vantar þó enn herslumuninn sumstaðar og mæli með stuttu skrúfunum.

Grafarfoss
Sáum hann bara úr fjarlægð í myrkri, en varla furða að ísinn virtist hvorki mikill né upp á marga fiska.
Eilífsdalur
Flestar ísleiðir heillegar úr fjarlægð, eitthvað farið að bæta í snjó í skriðunum undir, en samt enn heldur berangurslegur dalurinn.
Brynjudalur
Margar auðveldari leiðirnar komnar inn, en vantar ennþá töluvert uppá í skógræktinni (kannski að undanskildu nálarauganu, gæti dottið inn fljótlega.
Ýringur í flottum aðstæðum, en þó frekar mikill snjór í gilinu og efst í aðalspönn.
Þokkalegur ís farinn að myndast utan í Óríon, en fossinn enn galopinn. Kertasníkir virðist spennandi úr fjarlægð.
Múlafjall
Rísandix2, Stígandi og leikfangaland líta vel út. Flestar léttari leiðirnar í testofunni og vestur úr komnar með fínan ís, en erfiðari leiðirnar flestar nokkuð þunnar eða þurrar í toppinn (sum staðar komnar smá hengjur).

  • This reply was modified 5 years, 2 months ago by Siggi Richter.