Snæfellsnes

Snæfellsnes spannar stórt svæði, og nokkra sectora. Enginn af þeim er stór. Stærsti sectorinn er Mýrarhyrna, fyrir ofan Grundarfjörð, en það hefur verið gefinn út leiðavísir fyrir hana sérstaklega.

Sectorar

Mýrarhyrna
Hefur að geyma nokkrar af flottustu ísklifurleiðum á landinu. Þær eru frá einni og upp í 5 spannir. Mýrarhyrna er á norðanverðu Snæfellsnesinu, alveg við Grundarfjörð. Keyrt er í vestur út úr Grundarfirði, og þá blasir Mýrarhyrnan við á móts við Kirkjufell. Leiðirnar sem sjást á myndinni snúa í austur. Best er að leggja bílnum við skilti sem bendir á Kirkjufellsfoss, þaðan er svo gengið. Best er að elta girðinguna eins lengi og hægt er.

Leiðarvísir fenginn frá Sigurði Tómas Þórissyni

1. Golíat – WI 4
2. Christian IX – WI 4+
3. Kerling – WI 4+
4. Wake up call – WI 6+
5. Abdominal – WI 5
6. Comeback – WI 5
7. Þvergil – WI 3

Búlandshöfði
Höfði sem er miðja vegu milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar. Ofan Látravíkur vestan við bæinn Höfðakot eru nokkrar ísleiðir. Þar er áberandi foss með höfða fyrir ofan og í klettabelti fyrir vestan fossinn

Álftafjörður
Ein skráð leið sem Will Gadd og Kim fóru þegar að þau voru hér í sinni frægu ferð 1998

Hítardalur
Ein leið frá Palla Sveins og félögum

Grundarfjörður
Leið frá Bjögga

Lóndrangar
Vitað er um þrjár leiðir á drangana. Standard leiðin fer upp á stóra stallinn að austanverðu og fylgir svo augljósri gróf eða sprungu upp á topp. Suðurfésið hefur verið klifið eð það er nokkuð strembnara. Í byrjun maí 2003 var Vesturfésið klifið sem hluti af námskeiðinu Fjallamennska III hjá Landsbjörgu. Vesturfésið var klifrað í þrem spönnum og endar uppi á topp.

Myndir frá Lónsdröngum og Búlandshöfða óskast.

Miðhyrna
Stök alpaklifurleið upp suður hrygginn á Miðhyrnu. Fjallið er úr gabbró, svo að það er nokkuð heilleg klifur.

Kort

Skildu eftir svar