Fjarðabyggð

 

Fjarðabyggð sameinar Mjóafjörð, Norðfjörð, Eskifjörð, Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð.

Mjóifjörður
Ein skráð leið er í Mjóafirði.

Norðfjörður
Ein skráð leið er á Norðfirði.

Eskifjörður

  • Hólmatindur
    Hólmatindur stendur milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, og er nokkuð um ísleiðir, og ein skráð alpaleið í norðurhlíð tindsins.

Reyðarfjörður

  • Geithúsaárgljúfur
    Geithúsaárgljúfur er fyrir innan Reyðarfjarðarbæ, og þegar ekið er inn að Fagradal, sést gljúfrið greinilega á hægri hönd rétt eftir afleggjarann að Fáskrúðsfirði.
    Malarvegur liggur upp að gljúfrinu og er hægt að leggja framan við það, þar sem tekur við auðvelt, nokkurra mínúntna brölt inn gljúfrið.
    Í hæsta veggnum vestan megin í gljúfrinu eru Daltón-bræður, fjórar greinilegar íslínur, og eru tvær af þeim skráðar (Jobbi og Vibbi líklega ófarnir). Töluvert er þó í boði af styttri leiðum í kring, allt frá WI2 upp í fríhangandi drjóla.
  • Fossdalur
    Ein skráð leið er í Fossdal, dalurinn er ofan við bæinn Sléttu, um 3km áður en komið er að Fáskrúðsfjarðargöngum.

Fáskrúðsfjörður
Enn er engin skráð leið á Fáskrúðsfirði.

Stöðvarfjörður
Enn er engin skráð leið á Stöðvarfirði, en sögur fara af einhvejum ferðum á tindana Súlur við sunnanverðan fjörðinn.

Kort

Skildu eftir svar