Kapteinn Kirk M 6+

Kafteinn Kirk goes up a chimney there on the middle of the picture, but at the top they traversed to the left before finishing the overhang

Strompur inni í litlu gili í hlíðinni inn af Stjórnarárgilinu.

Þunnur ís inni í sprungu vinsta meigin í ca. tveggja metra breiðum stompi. Klifra ísinn upp undir þak þar sem hægt er að setja inn lélegan vin, annars hægt að tryggja með útsjónasemi og ísskrúfum, hliðra á klettum undir þaki til hægri og yfir í holurnar í vegnum hægra meigin. Úr holunum er farið upp á ís þakið og upp á brún. Einnig hægt að klifra hærra upp hægrameigin og klifra alla leiðina með axir í ís. Fimm stjörnu leið.

WI 6+/M 6+

FF: Ívar F. Finnbogason og Hjalti Rafn Guðmundsson, 09. feb. 2002

Klifursvæði Kirkjubæjarklaustur
Svæði Kirkjubæjarklaustur
Tegund Mix Climbing

Sýndarveruleiki WI 4

Mynd óskast

Önundarfjörður (þar sem Flateyri er)

Keyrt inn í Önundarfjarðarbotn að norðanverðu. Stoppað við bæinn Betaníu (flott nafn). Hvilft þar fyrir ofan hýsir nokkrar skemmtilegar leiðir

50m lúmskt brött spönn í byrjun. Síðan taka við léttir 50m sem enda í 15m íshafti.

FF: Rúnar Óli K. og Kristján Jónsson, 12. jan. 2002, tvær og hálf spönn

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Önundarfjörður
Tegund Ice Climbing

Flott lína WI 5

Leið númer 1, hinar eru ófarnar

Núpshlíð

Austari(innri) leiðin af tveimur stórum sem snúa til móts við Lómagnúp.

Ein 50m spönn í byrjun (4+), stallur og svo stutt 5. gr. spönn ca. 30m. Eftir stall kemur síðasta spönnin sem er einnig fimmta gráða en einungis um 20m.

FF: Einar, Ívar og Hjalti, 30. des. 2001, 100m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Lómagnúpur
Tegund Ice Climbing

N-18 WI 5

Leið númer 1. á mynd

Næsta gil við Stjórnárgil. Stór lína sem snýr í suður. Fara upp hjá hvíta bústaðnum

Ein spönn, byrjar í aflíðandi en verður brattari þegar ofar dregur. Mögulega léttari þegar meiri ís er. Er frekar fjarkaleg á að sjá.

FF: Hjalti og Ívar, 29. des. 2001, 45m WI 5/+

Klifursvæði Kirkjubæjarklaustur
Svæði Kirkjubæjarklaustur
Tegund Ice Climbing

Grátmúrinn WI 4

Nokkuð sennilegt er að þessi mynd sé af leiðinni, betri óskast

Fyrir ofan þriðja vegskálann er gil. Þetta er neðsti fossinn í gilinu

Þegar upp á vegskálann er komið, er haldið upp gilið. Fossinn virðist alltaf vera frekar blautur en mjög fallegur.

FF: Rúnar Óli Karlsson og Eiríkur Gíslason, 20. des. 2001, 50m

 

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Óshlíð
Tegund Ice Climbing

Bændaglíma WI 4

Mynd óskast

Ofan við fyrsta bæinn fyrir austan Pöstin en þar býr mjög skapmikill bóndi.

Fyrsta spönn WI3+, 35m, önnur spönn var lét 50m hliðrun með smá mosaklifri en einnig er hægt að klifra bratt kerti beint upp en það var ekki vel frosið þetta skiptið, þriðja spönn var WI4, 35m.

Sagan á bakvið nafnið er sem sagt þannig að við fórum af stað með það að markmiði að kanna ís á nýjum slóðum undir Eyjafjöllum. Ég (Freyr) hafði farið niður gljúfur á þessum slóðum um sumarið (canyoneering, en það er önnur saga) og litist vel á möguleika fyrir ís. Við fengum leyfi fyrir könnunarferðinni í gljúfrinu en í stuttu máli var um sneypuför að ræða, enginn ís sem heita mátti klifurvænlegur. Lítið annað að gera en að fara út aftur og halda áfram að svipast um. Þá sáum við að skammt undan reyndist vera ís uppi í fjallsbrún. Ókum við sem leið lá til að nálgast ísinn og frá bílnum séð sýndist okkur sem það myndi þá mögulega rætast úr ferðalaginu eftir allt saman. Við lögðum bílnum á plani við rúllustæðu, græjuðum okkur aftur af stað og upp í átt að ísnum. Allt var í stakasta lagi, bara allir glaðir með að hafa fundið ís eftir allt saman.

Á einhverjum tímapunkti í stansinum þegar Örvar er að horfa í kringum sig rekur hann augun í hvar bóndi nokkur á Massey Ferguson sem skömmu áður hafði verið að sækja rúllur í stæðuna þar sem við lögðum bílnum, bílnum hans Örvars, virðist vera hættur við að eiga meira við rúllurnar en er þess í stað farinn að sýna bílnum hans Örra meiri áhuga. „Hvað er í gangi þarna niðri“? Massey Ferguson er núna með rúllugreipina tóma og alveg niðri við jörðina. Hægt og rólega færist hann nær bílnum. „Er hann að“? „Ekki er hann að fara að færa bílinn minn“!? Ótal sinnum hefur manni fundist maður vera varnarlaus þegar hangið er í stansi í ísklifri. En oftast hefur það verið vegna kulda eða íshruns, í þetta skiptið var það vegna Massey Ferguson. Við gátum akkúrat ekkert gert í stöðunni nema að horfa á. Þegar greipin er komin alveg undir bílinn sjáum við hvernig henni er lyft rólega… En svo stoppar allt. Bóndi snarast út. Gengur heim að bæ. Bílinn var ekki hreyfður en það er útilokað að við sleppum af hlaðinu án þess að Massey Ferguson leyfi okkur það. Við klárum klifrið. Ekkert annað í stöðunni, þannig lagað. Stoltir og ánægðir með nýja leið göngum við svo niður.

Niðurlútir og skömmustulegir og skýtnir bönkum við upp á bænum. „Já góða kvöldið, við erum eiginlega fastir hérna niðri á plani hjá þér“ . „Nú já“? „Ehh, já, hérna ég sé ekki betur en það sé mögulega búið að leggja dráttarvélinni aðeins of nærri bílnum okkar“. .. Því næst vorum við látnir heyra það! Það væri auðvitað argasti dónaskapur að vaða bara um annarra manna land og láta eins og maður ætti það. Það hefði nú ekki verið neitt vandamál að leyfa klifur í fossinum en það væri ólíðandi að við hefðum ekki einu sinni bankað upp á og látið vita af ferðum okkar! Ok! Point taken, en geturðu núna komið með og fært Massey Ferguson og rúllugreipina undan bílnum? Það vildi hann og gerði svo að lokum. Samningaviðræður báru sem sagt þann árangur að við komumst í burtu á óskemmdum en skelkuðum fólksbílnum og munum aldrei aftur klikka á því að banka upp á og taka spjallið.

FF: Örvar A. Þorgeirsson, Bergur Einarsson, Freyr Ingi Björnsson, 04. jan. 2001, 120m

Klifursvæði Eyjafjöll
Svæði Pöstin
Tegund Ice Climbing

Two steps WI 3+

Mynd óskast

Half way between Þröskuldur and the inner arena, at the place where it starts to be possible to see into the arena. It is on the east side, and little bit further north is a brownish pillar.

After the first step (about 10m high) follows a 8m long ramp with some parts WI and snow. The second step (thin ice) has been climbed on the left side to the top.

FF: Einar R. Sig. & Bernhard Hochholdinger

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Grænafjallsgljúfur
Tegund Ice Climbing

Þröskuldur WI 3

Þröskuldurinn er íshaftið sem klífa þarf til að komast úr ytra gljúfrinu upp í innra og aðal gljúfrið. Það hefur augljóslega oft verið klifið, en hingað til hefur verið svo mikill snjór að klifrið hefur verið mjög auðvelt sóló. Núna var enginn snjór svo a

Ísinn var kúlaður og þunnur, en mjög góður.

FF: Einar R. Sig. & Bernhard Hochholdinger, 27. des. 2000, 13m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Grænafjallsgljúfur
Tegund Ice Climbing

Stekkjastaur WI 4+

Álftafjörður sunnan Ísafjarðar

Leiðin er í stóru gili sem heitir Valagil. Leiðin er áberandi fallegasta leiðin í gilinin, mjó og brött íslæna með nakta kletta á hvora hönd.Mjög þægilegt er að komast upp að leiðinni.

Byrjar auðveldlega fyrstu metrana, en verður sífellt brattari og nær ,,lóðréttu` síðustu 15 – 20 metrana.

FF: Rúnar K. Eríkur Gíslason, 20. des 2000, 70m

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Valagil
Tegund Ice Climbing

Heimtur úr helju WI 4+

Innst í Stekkjargili. Leiðin sért stundum frá veginum. Er efst í gilinu í gilinu og verður maður að klifra upp aðra leið til að komast að þessari. (Sennilega leiðin fyrir ofan leið 2 og 3)

Löng auðveld spönn og svo bratt haft í lokin ca. 60m. Byrjunin á síðasta haftinu var yfirhangandi að hluta en er líklega ekki alltaf svoleiðis.

FF: Örvar og Ívar, 21. des. 2000, 110m

 

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Stekkjagil
Tegund Ice Climbing

Rörið WI 3

Mynd óskast

Sunnan við brúna að vestanverðu

Nokkuð greinilegt kerti sem sést vel neðan af veg. Góðar tryggingar neðst en þegar ofar var komið varð ísinn frekar þunnur og helst tryggjanlegur með spectrum. Upp á brún var  ísinn það þunnur að gáfulegast þótti að síga niður úr leiðinni.

FF: Jón Marinó Sævarsson (Bassi) og Sigurbjörn Gunnarsson (Böbbi), 25. nóv. 2000, 14m

Klifursvæði Hörgárdalur
Svæði Öxnárdalur
Tegund Ice Climbing

Gollurshús WI 3+

Mynd óskast

Vestanmegin í Öxnadal og rétt sunnan við bæinn Gil. Fyrir neðan Gilshnjúkinn í Heiðarfjalli

Leiðin byrjar í WI 2 ísbrölti og síðan eru þrjú 7-14 metra höft. Efsta haftið er erfitt að tryggja þar sem stórt holrúm er á bakvið þunnan ísinn og nýttust stuttar ísskrúfur og spektrur einna best. Lítið um ís uppi á brúninni, aðeins mosi og þunn ísskæna á steinum

FF: Jón Marinó Sævarsson (Bassi) og Sigurbjörn Gunnarsson (Böbbi), 11. nóv. 2000, 60m

Klifursvæði Hörgárdalur
Svæði Öxnárdalur
Tegund Ice Climbing

Hörgárdalur

Hörgárdalur liggur frá Eyjafirði og suðvestur inn í land að Öxnadalsheiði. Hörgárdalur greinist í sundur 13 km frá dalmynninu og skiptist í Öxnadal, Hörgárdal, Myrkárdal, Barkárdal og Syðri-Sörlártungudal. Nokkrar leiðir eru þekktar í Hörgárdal og Öxnadal sem og á Hraundranga sem er á fjallsegg mitt á milli dalana.

Öxnadalur
Djúpur dalur í vestanverðum Eyjafirði, inn af Hörgárdal. Hann er um 25 kílómetra langur frá mynni dalsins við Bægisá inn að Öxnadalsheiði. Um hann fellur Öxnadalsá. Hringvegurinn, þjóþvegur 1, liggur um Öxnadalsheiði og Öxnadal áleiðis til Akureyrar.

Öxnadalur merkir eiginlega nautgripadalur eða uxadalur. „Öxn“ er hvorugkynsorð í fleirtölu, þau öxnin, og er gamalt orð um nautpening, skylt uxi. Samkvæmt Landnámabók var Öxnadalur numinn af Þóri þursasprengi.

Leiðirnar hér eru á víð og dreif og lítið virðist vera til af myndum, aðsendar myndir eru vel þegnar.

Hraundrangi
Áberandi tindur í Drangafjalli, upp á hann eru þekktar tvær leiðir. Auk þess er leið upp á Kistuna, næsta tind sunnan við Hraundrangan. Einnig segir sagan að Alex Lowe hafi í einni atrennu þverað alla eggina, ef einhver hefur frekari upplýsingar um það, þá má endilega koma þeim til klúbbsins.

Rauð punktalína: Hraundrangi, upprunalega leiðin
Hvít punktalína: NV hryggur Hraundranga – D+, M 5
Rauð lína: Kistan

Hörgárdalur

Leiðirnar hér eru líka á víð og dreif, myndir vel þegnar.

Sólarsamba WI 4

Í ca 1200m hæð í efstu klettabeltunum í austurhlíð Sandfells, upp af Kotárjökli. Við ókum slóða af Háöldu (náttúruvætti) upp að lágu fjalli, Slögu, og löbbuðum upp dalinn milli Slögu og Sandfells og síðan upp Kotárjökul, flotta skíðaleið. Sólarsamba er ný

Þessar 4-5 leiðir sem þarna er að finna snúa mjög á móti sól, og við lentum í hálfgerðu snjóklifri um miðbik leiðarinnar. Byrjunin var bröttust í góðum ís, og efsti hlutinn sem er aðeins í skugga af kletti var frábær. Flottur drangur til að síga af eftst í leiðinni.

FF: Maggí, Helga og Einar Öræfingur, 21. apr. 2000, 50m

 

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Sandfell
Tegund Ice Climbing

Töffarinn WI 3+

Í 700-800 m hæð u.þ.b.1 km fyrir norðan Veðarstapa, upp af brattri snjóbrekku austast á Rótarfjallsjökli. Þegar horft er af þjóðveginum Kotá sjást tvær íslínur hlið við hlið í hlíðinni. Töffarinn er vinstri (nyrðri) línan. Best er að ganga upp með Kotá og

Skemmtileg stöllótt leið sem tollir í aðstæðum allan veturinn. Hægt er að sleppa við bröttustu kaflana í henni. Það er skylda að fara á fjallaskíðum að henni.

FF: Valgeir Æ. Ingólfsson, Guðmundur H. Sveinsson, Benedikt Kristinsson, Einar R. Sig. 13. apr. 2000, 40m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Hofsfjöll
Tegund Ice Climbing

Leðursófinn WI 4+

Leið númer 2 á mynd

Í testofunni. Leiðin lengst til vinstri af þremur í breiða ísþilinu

Tvær spannir. Fyrri spönnin er um 35m og eru fyrstu 15m í þægilegum bratta en næstu 20 eru brattir og að hluta íslausir. Önnur spönnin er auðveldari með stuttum höftum og endar í bröttum snjó áður en komið er upp á stóra syllu, þar sem sigið er niður aftur.

FF: Örvar A Þorgeirsson, Eiríkur Stefánsson, 25. feb 2000, um 60m

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Stigárdalur
Tegund Ice Climbing

The Running Years Day Route WI 4+

Mynd óskast

Þetta er efsta leiðin í gili sem liggur til norðurs milli Testofunnar, og Stigárjökulsfallhamarsins. Reyndar er önnur óklifruð leið sem hefur sömu byrjun, en greinist í sundur í efri hluta. Gilið heitir hér með Hlaupársgil.

Hún byrjar upp breitt frístandandi kerti, fyrstu metrarnir lóðréttir, en léttist svo, síðan tekur við 20m snjóbrekka upp að efri hlutanum. Við skiptum leiðinni í 3 stuttar spannir, önnur spönnin var léttust, upp að efsta og brattasta hluta leiðarinnar. Síðasta spönnin er ástæðan fyrir + í gráðunni, í henni er nokkuð drjúgur lóðréttur kafli. Síðan áfram upp létt gil. Eftir að hafa klifrað leiðina gengum við áfram upp gilið og fundum þægilega gönguleið niður að byrjun leiðarinnar.

FF: Toni Klein, Markus & Einar Sigurðsson, 29. feb. 2000, 120m (60 ís 60 snjór)

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Stigárdalur
Tegund Ice Climbing

Dýflissan WI 4

Leið númer 7

Leiðin er á austurhorni Testofunnar, ef við gefum okkur að Tesofan sé bara innsti hluti afdalsins sem liggur í vestur í Stigárdal.(Allar þær leiðir sem menn sjá hvorn annan þegar menn standa neðan við leiðirnar).

Leiðin byrjar ágætlega brött upp feitt íshorn. Miklar snjóspýjur komu niður leiðina þegar við klifruðum, svo að Böbbi lét sig hverfa inn í helli eftir fyrstu 25 metrana. Þegar Einar hélt áfram í seinni og lengri spönnina, braust hann út um glugga á hellinum á öðrum stað, það var eins og rimlar væru fyrir gatinu, svo við köllum leiðina Dýflissan. Við slepptum efsta og léttasta hluta leiðarinnar (tveir stuttir stallar og svo snjóbrekka upp að berginu) til að við gætum sigið niður í einum rikk, og það gekk á 60 m línum.

FF: Sigurbjörn Gunnarsson (Böbbi) og Einar Sigurðsson, 26. feb. 2000, 60 m

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Stigárdalur
Tegund Ice Climbing