WW3 WI 3

Leið númer A3.

Leiðin var klifruð í fyrsta skipti (í einhvern tíma?) stuttu eftir forsetakosningar í bandaríkjunum.

FF. er óþekkt en hefur að öllum líkindum verið klifrað áður

Ef einhver hefur upplýsingar um að það hafi verið klifrað á þessum sector, nafn á klifrara og leið, þá má endilega koma þeim upplýsingum til Ísalp

 

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Hlaðhamrar
Tegund Ice Climbing

I love backup WI 3

Leið númer A2.

FF. er óþekkt en gert er ráð fyrir að það hafi verið klifrað þarna áður

Ef einhver hefur upplýsingar um að það hafi verið klifrað á þessum sector, nafn á klifrara og leið, þá má endilega koma þeim upplýsingum til Ísalp

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Hlaðhamrar
Tegund Ice Climbing

Myndbönd

Matteo’s 100 Challenge!

Ísalp meðlimurinn Matteo Meucci hefur hafið verkefnið „Matteo’s 100 Challenge“. Verkefnið gengur út á það að hann ætlar að klifra 100 leiðir í vetur, ýmist ís-, mix- eða alpaklifur og svo ætlar hann að toppa verkið með því að hlaupa 100 km ultra maraþon næsta sumar.

Klifurhluta verkefnisins fylgja nokkrar reglur, eða viðmið sem Matteo setti:
1. Hann má ekki hafa klifrað leiðina áður, hún verður að vera ný fyrir honum.
2. Hver leið telur bara einu sinni, það má ekki klifra sömu leiðina oft.
3. Eins mikið af frumferðum, FF (e. First accent FA) og mögulegt er.

Matteo ákvað að ráðast í þetta verkefni í tilefni af því að hann verður fertugur núna í byrjun árs 2017 og er þetta hans leið til að halda afmælisveislu og að sýna að þó að hann sé að eldast, þá er það engin hindrun þegar kemur að klifri, hlaupum og almennri hreyfingu.

Ísalp ætlar að styðja við bakið á Matteo í þessu verkefni, ásamt öðrum samtökum og fyrirtækjum.

Viðtal við Matteo má lesa á heimasíðu Íslenskra fjallaleiðsögumanna

Í vetur má fylgjast með verkefninu á instagam undir myllumerkinu #rockicerun

 

Grámosinn glóir

Leið númer 33

Gráða V -150m-3-5klst.

FF: Björn Vilhjálmsson, Snævarr Guðmundsson og Árni Tryggvason 1990

Ein af erfiðustu klifurleiðunum í Hvalfirði á sínum tíma. Blandað klifur. 5-6 spannir, tvær í klettum (V+ og V), eru lykilhluti leiðarinnar. Eftir það er rifinu fylgt upp ad nálinni og þaðan hrygg upp á brún fjallsins í 3 löngum spönnum. Laus í neðri hluta, en einhver alfallegasta leiðin í Hvalfirði.

Klifursvæði Hvalfjörður
Svæði Reynivallaháls
Tegund Alpine

Litli Risinn WI 3+

Leið númer 29

60m- 1-2klst

FF: Björn Gíslason, Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, 16. april 1983.

Augljós leið, klifin í frábærum aðstæðum á sínum tíma, þá III gráða. Veturinn 1987 var hún aftur á móti algerlega lóðrétt og þá ókleif, enda íslaus með öllu, aðeins laus snjór.

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Flugugil
Tegund Ice Climbing

Rás 2 WI 2

Leið númer 24

2 spannir og léttara á milli – 1 klst.

FF: Jón Geirsson, Kristinn Rúnarsson, Snævarr Guðmundsson og Þorsteinn Guðjónsson, 11. janúar 1986.

Eftir íshaft í miðri rásinni, liggur leiðin til vinstri og þaðan upp klettabelti.

Klifursvæði Brynjudalur
Svæði Flugugil
Tegund Ice Climbing

Hvítabergsfoss WI 3+

Mynd óskast

25-30 m samtals

FF: Ari T. Guðmundsson, Hreinn Magússon, Gudún Snorradóttir og Arnbjöm Eyþórsson, 11. mars 1989.

Í fyrsta gili vestan Botnsskála, neðan Botnsskóga, er fallegur foss (sést frá veginum). Ofar
taka við 60-70° brött snjó- og ísgeil (gr. 3+). Tilvalið æfingasvæði.

Klifursvæði Hvalfjörður
Svæði Þyrill
Tegund Ice Climbing

Kleifarfoss WI 3

Leið númer 9

Gráða WI 3 -100m-1-2klst.

Falleg ísleið, ísfossinn liggur í augljósu gili austarlega í Þyrilshlíðum. Leiðin er í hlíðinni beint á móti Múlafjalli handan fjarðarins. Byrjar á léttu brölti, sem hægt er að einfara, upp að aðal haftinu. Uþb 30m WI3.

FF: Ekki vitað, a.m.k. frá 1985.

Klifursvæði Hvalfjörður
Svæði Þyrill
Tegund Ice Climbing