Háifoss

Háifoss er foss í Fossárdal, innst í Þjórsárdal, er talinn þriðji hæsti foss landsins, 122 metrar á hæð. Við hlið hans er fossinn Granni .

Þar eru fjórar leiðir.

Leiðarvísir fenginn með leyfi frá Climbing.is

http://climbing.is/svaedi/haifoss

Leiðarlýsing

Léttasta leiðin að fossinum er frá línuveginum milli Tungufells og Sandafells. Þaðan þarf aðeins að ganga stuttan spöl niður í mót.

Einnig liggja jeppaleiðir frá Rauðuskriðum og Stöng í Þjórsárdal langleiðina inn að fossunum neðan frá. Keyrt inn Þjórsárdal, uppfyrir Búrfellsvirkjun og til vinstri áður en komið er að Sultartanga að Hólaskógi. Þar er jeppaslóði/línuvegur sem leiðir að Háafossi. Á endastöð þar verður að ganga nokkurn spöl upp í mót til að komast í návígi við fossana.

Kort

Skildu eftir svar